Mánadans (2013–2014)

by Kælan Mikla

/
 • Cassette + Digital Album

  Kælan Mikla hófst árið 2013, þegar við sigruðum Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins.
  Síðan þá höfum við ferðast og þróast mikið, skipst á hljóðfærum og bylgjum.
  Síðasta sumar gáfum við út okkar fyrstu breiðskífu á gríska útgáfufyrirtækinu Fabrika Records,
  en sumarið 2014, fyrir okkar notkun á hljóðgervlum og öðrum raftækjum, hrátt, bassa og trommu, pönk, tók Alison MacNeil upp plötuna okkar; Mánadans, sem aldrei kom út...
  ...fyrr en nú!

  Kælan Mikla started in early 2013, when we won the poetry slam of the city library.
  Ever since then we have traveled and evolved with new instruments and waves.
  Last summer we released our debut LP with Fabrika Records,
  but in the summer of 2014, before synthesizers, before any external electronic instruments, purely raw, bass and drum, punk, Alison MacNeil recorded our first album; Mánadans, which was never released...
  ...until now!

  Við höfum ákveðið að gefa út Mánadans út á 200 glimmer kassettum með textabækling,
  hannaðar af Kinnat Sóley.

  We have decided to release Mánadans in 200 copies of glitter cassettes with lyrics,
  designed by Kinnat Sóley.

  Við erum einnig að vinna í upptökum á nýrri plötu en okkur langaði til þess deila þessum verkum með ykkur,
  áður en nýir tímar taka við hjá Kælunni Miklu.

  We are also working on and recording a new album but we wanted to share these creations with you,
  before new chapters of Kælan Mikla begin.

  Includes unlimited streaming of Mánadans (2013–2014) via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
  ... more
  shipping out on or around August 1, 2017
  edition of 200 

    $12 USD or more 

   

 • Streaming + Download

  Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

    $7 USD  or more

   

1.
05:15
2.
01:04
3.
03:57
4.
04:23
5.
6.
7.
03:28
8.

about

Designed by Kinnat Sóley
Recorded by Alison MacNeil
Mixed by Alison MacNeil & Sólveig Matthildur

credits

released April 1, 2017

tags

license

all rights reserved

about

Kælan Mikla Reykjavik, Iceland

Synth-Punk trio from Iceland

contact / help

Contact Kælan Mikla

Streaming and
Download help

Redeem code

Track Name: Ástarljóð
Hvernig gátu hunangsgylltar hlíðar
og bjargvættar bláminn í björgunum
skyndilega skotist á brott.

Skelfingar skugginn er kuldalegur,
vorið var vonbrigði
og sumarið þrældómur vetrarins.

Ég er volandi vændiskona,
veggja sem hindra mínar
gleðinnar glæstu framtíðar drauma.

Ég man þegar ég speglaðist
í gullslegnu vatni
og sá þá sjálfa mig brosa.

Svanurinn sem kenndi mér
forðum að fljúga
er nú farinn, floginn á brott.

Og ég sit hérna eftir,
alveg vængjalaus
og velti því fyrir mér
hvort ég fái nokkurntíman aftur að fljúga.

Ég festi mig við arfa í garðinum.
Hjartað er við það að springa.
Skelfingar skjálfti í líkama mínum
ríkir og reiðin er óflýjanleg.

Líkami minn er ólgusjór
og ég vona að þið drukknið öll með mér
Hjartsláttur minn er óreglu öldugangur
og lungun mín fyllast af vatni.

Ég vona að þú farir til helvítis, ástin mín,
svo ég fái kannski að hitta þig aftur.

Lyrics by: Sólveig Matthildur