Kælan Mikla

by Kælan Mikla

supported by
Carlos Alves 68
Carlos Alves 68 thumbnail
Carlos Alves 68 just loved it! splendid work!
rskowron
rskowron thumbnail
rskowron Cold music distant Iceland, which draws attention from the very first sounds. Trans triggered by the music, which is not easy to break free. A long time nothing me so caught my attention. Girls thanks, waiting for more. Favorite track: Kalt.
Vinnie B. Monic
Vinnie B. Monic thumbnail
Vinnie B. Monic Love these beautiful witches from Iceland until you die! Favorite track: Myrkrið kallar.
Art Fin
Art Fin thumbnail
Art Fin Extra dark darkwave with edgy vocals in Icelandic that sound like a shrieking witch. It's bone-chilling and blood-curdling. Favorite track: Myrkrið kallar.
Stam Stef
Stam Stef thumbnail
Stam Stef Obscure, harshly atmospheric and poetic, this record combines punk with synth and darkwave elements to form a unique and distinctive result. I love the use of the Icelandic language in this album, as it has a great impact in each song's style and contributes the best to the band's uniqueness. Nice work! Favorite track: Upphaf.
more...
/
 • Streaming + Download

  Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

    $8 USD  or more

   

 • Kælan Mikla CD
  Compact Disc (CD) + Digital Album

  Includes unlimited streaming of Kælan Mikla via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

  Sold Out

1.
05:07
2.
3.
04:09
4.
03:05
5.
03:47
6.
03:51
7.
05:19
8.

credits

released June 30, 2016

tags

license

all rights reserved

about

Kælan Mikla Reykjavik, Iceland

Synth-Punk trio from Iceland

contact / help

Contact Kælan Mikla

Streaming and
Download help

Redeem code

Track Name: Kælan Mikla
Ég var eitt sinn barn, alveg eins og þið
en myrkrið gleypti mig alla,
lét mig falla í nýstingskalt tómið,
fraus, en nú er ég laus.

Ég er rödd sem var bæld niður í hundruði ára,
af kuldanum kvödd í holdgervi tára
kökkul í háls, en nú er ég frjáls
og ég frýs ykkar brothættu sálir.
Er ég rís upp úr öldunum, hál eins og ís,
brjáluð og brýst út í brimkenndan dans,
ég er ekki lengur hans.

Ég er Kælan Mikla.
Komin á kreik, í kvikyndisleik,
gerð til að kvelja, meðal manna dvelja,
er ég frysti, rist´ykkur á hol.

Mála bjarta veröld ykkar svarta.
Ég er kveðskapur brotinna hjarta.

Ég er Kælan Mikla.
Track Name: Myrkrið kallar
Ég heyri myrkrið hvísla kalla
finn mig knúna til að falla
rigna yfir veröld alla
leysast upp.

Tómið opnast upp á gátt
myrkrið tekur allan mátt.

Ég er knúin að falla.

Veruleiki visnar
moldin hvíslar komdu heim.

Ég er knúin til að falla
Þú ert knúin til að falla.
Track Name: Líflát
Þú hrekkir mig og blekkir
drekkir mér og ég kafna,
það er svo langt til næstu hafna
og ég hef ekki löngun til að synda.
Svo ég held áfram að binda mig við öldurnar
þar sem ég flýt og fylgi veðrinu.

Nú er logn og ég lygni aftur
kraftlausum augum

sem að hanga yfir bólgnum baugum
þar sem ég drekkti mér í gær
í drykkjum sem drepa
og leka svo niður
í farveg dansspora
sem stjórnast af lauslátum líflátum.
Track Name: Sýnir
Ljósið blindar lýgur
myrkrið sýnir sannleikann
sem týnist sýnist
skaðlegur en síðar
munt þú skilja.

Ég er fín kona
en klædd í kókaín,
vín, vona að vorið komi brátt
bráðum verði hlýtt,
eitthvað nýtt.

Ég er sú sem alltaf þagði,
ég er sú sem aldrei sagði;
Ég leita í harðari efni
í vöku og svefni.
Track Name: Upphaf
Þú finnur ekki lengur mun á ljósi eða dimmu,
þú finnur hjartað kólna og breytast í hrafntinnu.
Nóttin víkur fyrir þér, þú verður nóttin.
Þetta er bæði upphafið og flóttinn.
Því þú dansar rauðan dans,
og þú drekkir þér í dauða hans.
En svo brennur allt til ösku,
og þú umturnast í öskur.
Track Name: Kalt
Hún grætur milli húsasunda
tárin renna milli múrsteina
hún vonar að vorið vakni
sorgin upp rakni.

Afhverju er alltaf kalt?
Afhverju er ljósið svart?
Track Name: Óráð
Drekki mér í eitri til ég týnist.
Drekktu mér í eitri til ég týnist.
Reykjavík engu lík sýnist
en martraða draumóra-drunganum háð.
Ég er bráð. Óráð! Óráð!
Hennar bráð. Óráð! Óráð!

Dreymir um að gleyma mér,
streyma í allt annan hugarheim.
Veit ekki hvað er heim.
Hraðar og hraðar ég leita,
reika að vitlausum hornum,
en kem að þeim horfnum.
Horfnum hornum.
Track Name: Glimmer og aska
Glimmer og aska.
Tóm bjórflaska
Drottningadraumórar.
Dansandi taumlausar.
Grámyglaðir lokkar
götóttir sokkar.
Þið eruð föst í svörtum hring
spegilmynd og sjónhverfing.

Baða mig í gleri
enginn sér mig.
Í herbergi fullu
af handklæðum og lökum
af mínum eigin sökum
og heilans ragnarrökum.
Gefðu fiskunum að borða.
Það ætti að flengja,
stelpur eins og þig.
Ekki koma nær.
Mig langar bara að leika
ég er þreytt á því að reika
og leita að morgundeginum
sem aldrei kemur.
Ekki koma nær.
Þið sitjið kannski á fremsta bekk
en þið fáið ekki að snerta.
Ekki koma nær